Nýnemakvöld Ada fór fram þann 10. september í RB!
Tilgangur kvöldsins var að búa til vettvang fyrir nýnema og aðra nemendur til þess að kynnast. Ragnhildur Geirsdóttir forstjóri RB og Aðalheiður Guðjónsdóttir kynntu starfsemi RB ásamt því að segja frá þeirra upplifun í upplýsingatæknigeiranum. Berglind Ósk Bergsdóttir hélt einnig fyrirlestur um Loddaralíðan. Við viljum þakka þeim öllum fyrir innblásturinn og dýrmæt hollræði fyrir þau verkefni sem taka við hjá Ada!
Sömuleiðis kynnti Ada dagskrá vetrarsins en þrír nýir fulltrúar voru kosnir inn í stjórn Ada sem varafulltrúar og nýnemafulltrúar! Velkomnar í hópinn Herdís Hanna Yngvadóttir, Áshildur Friðriksdóttir & Yrsa Ósk!
Við viljum þakka Reiknistofu Bankanna kærlega fyrir að halda kvöldið og bjóða upp á glæsilegar veitingar!