Í þetta skipti er kona vikunnar fædd á seinni hluta 20.aldarinnar en það er engin önnur en Sigurlína Ingvarsdóttir en hún er einn af helstu leiðtogum í tölvuleikjaiðnaðinum á alþjóðavísu.
Sigurlína byrjaði á sama stað og við öll, í grunnámi við Háskóla Íslands árin 1999-2002. Þar lagði hún stund á véla- og iðnaðarverkfræði og í kjölfarið hóf hún störf sem verkefnastjóri hjá samheitalyfjafyrirtækinu Delta, forvera Actavis, þar starfaði hún í 3 ár.
Hún hóf störf hjá CCP í nóvember 2006 en tæplega tveimur árum seinna fékk hún stöðuhækkun innan fyrirtækisins. Árið 2011 hóf hún störf hjá Ubisoft en bauðst síðan tækifæri að ganga til liðs við sænska fyrirtækið DICE, dótturfyrirtæki EA, þar sem hún stýrði framleiðslu tölvuleiksins Star Wars Battlefront. En fréttir af þeim leik hreyfðu við hlutabréfaverði á sínum tíma. Í byrjun 2017 hóf hún störf hjá FIFA sem yfirframleiðandi. Hennar hlutverk þar var að þróa framtíðarstefnumótun og efnistök leiksins. Seinna meira starfaðir hún sem yfirframleiðandi hjá FIFA í þróunarteymi Electronic Arts í Vancouver í Kanada. Í dag vinnur hún hjá Bonfire Studios sem ætla sér stóra hluti í tölvuleikjabransanum.
Sigurlína er sömuleiðis meðlimur The Future Is Our Campaign sem eru samtök sem hafa það að markmiði að fræða ungt fólk um málefni loftslagsbreytinga og hjálpa þeim að taka þátt í ákvörðunum sem hafa áhrif á framtíð jarðarinnar. Sigurlína telur fjölbreytni og aðlögun bæði skapandi liða og innihalds mikilvægt fyrir leikjafyrirtæki.
Við hvetjum ykkur til þess að fylgjast með henni en hér er LinkedIn síðan hennar: https://www.linkedin.com/in/sigurlina/
Höfundur greinar er Kristjana Björk Barðdal