Tilgangur Ada er að búa til vettvang fyrir konur sem stunda nám tengt upplýsinga- og tæknimenntun við Háskóla Íslands. Vettvangurinn skal vera öruggt umhverfi til þess að mynda tengsl, deila reynslu og styðja við bakið á hvor annarri. Félagið skal ýta undir sýnileika kvenfyrirmynda innan upplýsingatæknigeirans.

Hér er slóð að skráningu í félagatal Ada, allar þær sem eru skráðar í félagatalið hafa aðgang að innri viðburðum félagsins ásamt því að vera löggildar félagskonur sem hafa kosninga- og framboðsrétt á aðalfundi félagsins.

Skráning í Ada

“The more I study, the more insatiable do I feel my genius for it to be.”

Ada Lovelace