Kona vikunar er Hypatía

Hypatía fæddist um 355 fyrir krist og er fyrsta konan sem hefur verið nafngreind í sögu stærðfræðarinnar. Faðir hennar, Theon, var virtur stærðfræðingur og kenndi henni þar til hún tók við af starfi hans í Alexandríuháskóla í Egyptalandi. Þar kenndi hún heimspeki og stjörnufræði en varð svo seinna yfir skólanum.
Uppfinningar hennar voru margbreytilegar en hún hannaði meðal annars mælitæki fyrir skipaleiðsögn og tæki til að mæla þéttleika vökva. Hún gerði einnig mörg stærðfræðirit sem spönuðu allt frá geometríu til stjörnufræðar en hafa þó engin rit varðveist. Hún þróaði einnig kennsluaðferðir og gerði margar kennslubækur. Hún kenndi samkvæmt Neoplatonisma stefnunni þar sem áhersla var lögð á andlega þátt stærðfræðarinnar og samtvinningu geometríu, tónlistar og stjörnufræði. Hún hélt því fram að tölur væri heilaga tungumál alheimsins. Nemendur hennar heldu mikið upp á hana og komu nemendur alls staðar að til að læra hjá henni.
Margir leituðu til hennar til að fá ráð um vísindaleg mál og starfaði hún einnig sem ráðgjafi borgarleiðtoga Alexöndríu. Hún var myrt á hryllilegan hátt af kristnum múgi og er sá atburður gjarnan talinn marka upphaf hnignunar Alexandríu sem menningarmiðstöðvar. Öll hennar verk voru eyðilögð og hefur nafn hennar því ekki fengið að njóta sín í sögu stærðfræðarinnar en uppfinningar og innblástur sem hún veitti nemendum sínum átti eftir að setja varanlegt spor hennar á heiminn.

Höfundur greinar er Áshildur Friðriksdóttir