Við í Ada sendum hlýja strauma til allra í þessu óvissu ástandi 💚 Það er komið að næstu konu vikunnar, vonum að þið njótið!

Kona vikunnar er Katherine Johnson
Katherine Johnson (1918-2020) vann sem stærðfræðingur hjá NASA í 35 ár. Hún var fyrsta afrísk-ameríska konan til að vinna sem vísindamaður hjá NASA. Útreikningar hennar eiga þátt í sögulegum atvikum, fyrstu árin hjá NASA vann hún sem “tölva”. Hennar helsta afrek er að reikna út braut/feril þannig að Apollo 11 kæmist til tungslins árið 1969 og til baka á jörðina. Þannig fékk Neil Armstrong tækifæri á að stíga á tunglið, og var fyrstur manna til þess.
Öll þessi ár stóð hún á bakvið örlagaríka vinnu sem innihélt óaðfinnanlega reikninga, en samt vissi nánast enginn hver Katherine Johnson væri. Árið 2016 var saga hennar, og tveggja samstarfskvenna hennar sem voru einnig afrísk-amerískar, sögð í kvikmyndinni Hidden Figures. Myndin er byggð á skáldsögu eftir Margot Lee Shetterly sem kom út sama ár.
Katherine lést á þessu ári 102 ára gömul. Hún skilur ekki bara eftir sig sögulega sigra í sögu NASA, heldur einnig í sögu jafnréttis. Hún á stóran þátt í víkkun marka kynja og kynþáttar í vísindaheiminum.

Höfundur greinar er Melkorka Mjöll