Lög Ada

  1. gr. 

Félagið heitir Ada, hagsmunafélag kvenna og kvára í upplýsingatækni við HÍ

 

  1. gr. 

Tilgangur félagsins er að efla og hvetja konur og kvár til að skrá sig og læra upplýsingatækni.

 

  1. gr.

Tilgangi sínum hyggst félagið ná með að búa til vettvang fyrir konur og kvár í upplýsingatækni. Vettvangurinn skal vera öruggt umhverfi til þess að mynda tengsl, deila reynslu og styðja við bakið á hvoru öðru. Félagið skal ýta undir sýnileika kvenfyrirmynda innan upplýsingatæknigeirans.

 

  1. gr. 

Allir nemendur sem skráðir eru í nám við Verkfræði- og náttúruvísindasvið Háskóla Íslands geta sótt um aðild í félagið, en stjórnin tekur endanlega ákvörðun um inngöngu.

 

  1. mgr. Eftirtaldir aðilar eiga möguleika á inngöngu í félagið með samþykki stjórnar:
  1. Aðrir nemendur sem skráðir eru í nám við Háskóla Íslands sem telja sig hafa beina hagsmuni af starfsemi félagsins en eru ekki skráðir í nám við sviðið.
  2. Fyrrum félagar sem nýlega hafa lokið námi.
  1. mgr. Framboðs- og atkvæðisrétt hafa félagar Ada. Til þess að vera löggiltur félagi Ada þarf að skrá sig í félagatal félagsins sem stjórn heldur utan um.
  1. mgr. Einungis félagar geta sótt innri viðburði Ada.
  1. gr. 

Starfstímabil félagsins er frá 1.maí til 1.maí næsta árs. Á aðalfundi skal stjórn gera upp árangur liðins árs.  Aðeins félagsmenn mega vera þátttakendur á aðalfundi.

 

  1. gr. 

Aðalfund skal halda eigi síðar en 1. maí ár hvert og skal boða til hans með að minnst tveggja vikna fyrirvara með sannanlegum hætti.  Aðalfundur er löglegur, sé rétt til hans boðað. Einfaldur meirihluti mætra félagsmanna ræður úrslitum mála.  Dagskrá aðalfundar skal vera sem hér segir:

  • Kosning fundarstjóra og fundarritara
  • Skýrsla stjórnar lögð fram
  • Reikningar lagðir fram til samþykktar
  • Lagabreytingar
  • Ákvörðun félagsgjalds
  • Kosning stjórnar
  • Önnur mál

1.mgr. Kosið skal um hvort eigi að taka upp eða fella niður félagsgjald á hverjum

Aðalfundi.

 

7.gr.

Stjórn félagsins skal skipuð 6 aðal fulltrúum, þar af einn forseti, kjörnum á aðalfundi til eins árs í senn að undanskildum nýnemafulltrúa. Einnig er heimilt að kjósa allt að 4 varafulltrúa. Stjórn skal á fyrsta fundi sínum skipa varaforseta og gjaldkera ásamt því að skipta hlutverkum stjórnar á milli fulltrúa eftir því sem á við fyrir komandi starfsár.  Stjórn félagsins fer með málefni félagsins milli aðalfunda. Forseti boðar til stjórnarfunda. Firmaritun er í höndum meirihluta stjórnar.

1.mgr. Í byrjun hvers skólaárs er nýnemafulltrúi skipaður sem sjötti aðalfulltrúi í stjórn Ada.

 

8.gr.

Meðlimir félagsins skulu ekki greiða félagsgjöld heldur mun félagið reka starfsemi sína á styrkjum.

 

  1. gr. 

Rekstrarafgangi/hagnaði af starfsemi félagsins skal vera settur í varasjóð fyrir félagið.

 

  1. gr. 

Ákvörðun um slit félagsins skal taka á aðalfundi með einföldum meirihluta atkvæða og renna eignir þess til félags sem hefur sama tilgang og Ada og skal þáverandi stjórn Ada taka þá ákvörðun.

 

11.gr

Kosið skal til embætta í eftirfarandi röð:

Forseti

Aðrir aðalfulltrúar (4)

Varafulltrúar (4)

 

1.mgr Varafulltrúar sitja hvorki né hafa atkvæðisrétt á stjórnarfundi. Aðalfulltrúar stjórnar geta kallað varafulltrúa til aðstoðar við verkefni innan félagsins. Aðalfulltrúi getur beðið varafulltrúa að sitja fyrir sig stjórnarfund og fær þá viðkomandi varafulltrúi setu- og atkvæðisrétt þess aðalfulltrúa.

 

12.gr

1.mgr. Stjórn félagsins getur lýst yfir vantrausti á sitjandi stjórnarmeðlim, að því skilyrði uppfylltu að sammæli sé um það innan stjórnar, að undanskildum þeim stjórnarmeðlim sem vantrausttillögunni er beint gegn.

2.mgr. Fari svo sem í 1.mgr. segir, skal hún borin undir alla meðlimi félagsins til samþykktar eða synjunar með kosningu. Fari svo að einfaldur meirihluti kjósenda styðji vantrausttillöguna skal sá stjórnarmeðlimur sem henni var beint gegn láta af störfum.

3.mgr. Meðlimir félagsins geta lýst yfir vantrausti á sitjandi stjórnarmeðlim, að því skilyrði uppfylltu að listi undirskrifta með undirskriftum 1/5 af meðlimum félagsins sé afhentur stjórn félagsins.

  1. mgr.Fari svo sem í 3.mgr. segir, skal tillagan borin undir alla meðlimi félagsins til samþykktar eða synjunar með kosningu. Svo tillagan nái fram að ganga þarf einfaldur meirihluti kjósenda að styðja vantrausttillöguna. Fari svo þarf sá stjórnarmeðlimur sem henni var beitt gegn að láta af störfum.

13.gr Heimilt skal stjórn að leiðrétta augljósar stafsetningarvillur eða misritanir í lögum þessum utan aðalfundar. Breytingarnar skulu þó bornar undir næsta reglulega aðalfund til staðfestingar. Stjórn félagsins getur boðað til sérstaks lagabreytingarfundar til endurskoðunar á lögum þessum. Lagabreytingatillögur sem bíða afgreiðslu þeirra funda skulu auglýstar. Skriflegar lagabreytingartillögur skulu berast með a.m.k sólarhringsfyrirvara. Leyfilegt er að koma með munnlegar lagabreytingatillögur á aðalfundi.

 

Lög þessi voru samþykkt á aðalfundi 

Dagsetning: 22.03.24

 

Hér koma undirritanir allra stjórnarmanna (og varamanna ef eru kosnir) .

Nöfn og kennitölur. 

 

Saeeda Shafaee

Elma Karen Gunnarsdóttir

Kristín Fríða Sigurborgardóttir

Ísabella Guðrún Kjartansdóttir

Andrea Eiríksdóttir

Uppfært af Elma Karen Gunnarsdóttir, 8.apríl 2024