Kona vikunnar er Grace Hopper.
Grace Hopper var stærðfræðingur og liðsforingi í bandaríska sjóhernum. Hún fæddist árið 1906 í New York og útskrifaðist úr Yale háskólanum með Ph.D. gráðu árið 1934. Hún kenndi lengi vel stærðfræði við Vassar háskólann áður en hún gekk til liðs við sjóherinn árið 1943. Hún var hluti af teymi sem vann að Bureau of Ordnance’s Computation verkefninu í Harvard Háskólanum. Þar vann hún að Mark I, sem er fyrsta stóra sjálfvirka reiknivélin og undanfari rafrænna tölva. Við forritarar getum svo þakkað Grace fyrir hugtakið „böggur“ (bug), sem hún fann upp á fyrir óútskýranlega tölvu bilun. Árið 1949 gekk hún til liðs við Eckert-Mauchly Computer Corp., þar sem hún hannaði betrumbættan þýðanda, sem þýddi forritunarmál yfir á vélarmál. Hún var einnig hluti af teyminu sem þróaði Flow-Matic, sem er firsta enska gagnavinnslu tungumálið. Grace sinnti einnig skyldum sínum hjá bandaríska sjóhernum þar sem hún vann við að staðla tölvutungumál sjóhersins. Hún lét fyrst af störfum árið 1986, þá 79 ára gömul.
Höfundur greinar er Þórdís Pétursdóttir